Fulltrúi sýslumanns vísaði móðurinni út

Mikill viðbúnaður hefur verið á spítalanum í dag vegna málsins. …
Mikill viðbúnaður hefur verið á spítalanum í dag vegna málsins. Á myndinni sést lögreglubíll fyrir utan stofnunina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúi sýslumanns hefur nú vísað móður 10 ára drengsins á Barnaspítala Hringsins út af deildinni sem hann liggur á og er faðirinn kominn inn á stofuna, að hennar sögn. Ágreiningur hefur verið milli foreldranna vegna forsjármáls en í dag mættu fulltrúar lögreglunnar og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á spítalann til að sækja drenginn og færa hann til föður síns.

Drengurinn er langveikur og var staddur á spítalanum vegna lyfjagjafar. Fyrr í dag sagðist móðirin ekki hafa átt von á því að lögreglan myndi mæta á spítalann og kom henni þetta verulega á óvart. Hún hafði verið með barninu inni á stofunni í dag.

Greint var frá því fyrr í dag að mikill viðbúnaður væri á Barnaspítala Hringsins vegna forsjármáls yfir 10 ára dreng og voru lögregluþjónar m.a. á svæðinu. Nýverið var úr­sk­urðað að lög­heim­ili barns­ins skyldi vera hjá föður þess en dreng­ur­inn hef­ur hingað til verið hjá móður sinni. 

Móðirin segir að faðir drengsins hafi fengið að fara inn til hans þegar henni var vísað burt en hún veit ekki hver staðan á barninu er núna eða hvort það er enn á spítalanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert