Funda um uppbyggingu varnargarða

Björn Oddsson hjá Almannavörnum hélt erindi á fundinum.
Björn Oddsson hjá Almannavörnum hélt erindi á fundinum. mbl.is/Hákon Pálsson

Upplýsinga- og samráðsfundur Almannavarna og bæjaryfirvalda í Grindavík varðandi mögulega uppbyggingu á varnargörðum vegna óróa á Reykjanesskaga stendur nú yfir.

Sólberg Bjarnason, deildarstjóri hjá Almannavörnum, opnaði fundinn.

Björn Oddsson hjá Almannavörnum hélt fyrsta erindið þar sem hann fór yfir fyrri tímabil jarðhræringa á Reykjanesskaga. 

Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, mun fara yfir mögulega uppbyggingu á varnargörðum með það að markmiði að vernda innviði á Reykjanesi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert