VG ekki mælst með minna fylgi síðan 2013

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Hákon

Vinstri græn hafa ekki mælst með minna fylgi á landsvísu síðan 2013. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup hefur flokkurinn tapað meira en þriðjungi af fylgi sínu frá alþingiskosningunum sem fóru fram síðasta haust.

Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Fylgi Vinstri grænna breytist mest frá síðustu könnun en Flokkur fólksins tapar einnig fylgi. Aðrir flokkar standa að mestu í stað.

Enn mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 20,1% en þó hefur flokkurinn misst fylgi frá síðustu kosningum. Þá fékk hann 24,4%. Framsókn bætir við sig frá síðustu könnun og mælist með 17,5% fylgi.

Píratar mælast með 14,7%, Samfylkingin með 14,1%, Viðreisn með 9,5% og Vinstri græn mælast með 8,1%. Fylgi Vinstri grænna mælist þannig 4,5% minna en í síðustu kosningum.

Fylgi Flokks fólksins mælist 6,4%. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5% og 4,3% myndu kjósa Miðflokkinn. Rúmlega 7% tóku ekki afstöðu í könnunni og 8% sögðust myndu skilja auðu eða ekki kjósa.

Þá mælist stuðningur við ríkisstjórnina rúm 44% og hefur hann minnkað um þrjú prósentustig síðan í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert