Forstjóri ÁTVR kvaddur fyrir dóm

Ívar Arndal, forstjóri ÁTVR, á leið í dómsal í héraðsdómi.
Ívar Arndal, forstjóri ÁTVR, á leið í dómsal í héraðsdómi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Kjarninn er sá hvort ÁTVR geti byggt ákvarðanir um vöruúrval verslana eingöngu á viðmiði um framlegð af vörum og hætt sölu á vörum sem njóta meiri eftirspurnar neytenda. Í lögum um ÁTVR er ekki minnst á framlegð og er þannig haldið dýrari vörum að neytendum, einkum á landsbyggðinni þar sem vöruúrval er minna, og gera fyrirtækið hagnaðardrifið,“ segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður áfengisinnflytjandans Dista ehf.

Aðalmeðferð í máli Dista gegn ÁTVR fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrirtækið stefndi stofnuninni og krafðist þess að tvær ákvarðanir hennar um að taka úr sölu bjórtegundir yrðu felldar úr gildi. ÁTVR bar því við að umræddar bjórtegundir skiluðu ekki nægilegri framlegð en það taldi Dista að stæðist ekki lög.

Fjórir starfsmenn ÁTVR voru kvaddir fyrir héraðsdóm í gær, þau Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri, Skúli Þ. Magnússon, sérfræðingur á vörusviði, og Tinna Pétursdóttir, sérfræðingur á vörusviði.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert