Landsréttur féllst í dag á bótakröfu Íslenskra aðalverktaka hf. (ÍAV) á hendur Hörpu tónlistarhúss og Situsi ohf. Var viðurkenndur réttur ÍAV til skaðabóta óskipt úr hendi félaganna vegna tjóns sem hlaust af því að réttur ÍAV í rammasamningi var ekki virtur.
Var Hörpu ohf. og Situs ohf. jafnframt gert að greiða ÍAV 7 milljónir króna í málskostnað. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms, sem sýknaði félögin af kröfunum.
ÍA varð fyrir tjóninu við framsal á byggingarreitum á lóð að Austurbakka 2 í Reykjavík og ágúst 2013.
Fallist var á að Harpan ohf. og Situs ohf. hefðu ekki gætt ekki að því, við framsal á byggingarreitunum, að kaupendur þeirra skuldbyndu sig beint gagnvart ÍAV til að virða rétt hans til verktöku. Leiddi það til þess að réttur ÍAV var ekki virtur við byggingu bílakjallara á þeirri fasteign sem dómkröfur ÍAV lutu að.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Hörpu ohf. og Situs ohf. af sömu kröfum í mars síðastliðinn þar sem hann taldi að krafa félagsins væri fyrnd. Taldi dómurinn þá að Situs hefði ekki tekið á sig umræddar skyldur og að félagið gæti ekki bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart ÍAV.
Þá hefði Harpa ekki getað vikið sér undan efnaskyldum gagnvart ÍAV á þeim grunni að félaginu hefði verið það ókleift við breytt eignarhald á fasteigninni, að mati dómsins.