Sigurður Bogi Sævarsson
„Ferðaþjónustan er komin á fullt, sem kallar á að við stækkum flota okkar,“ segir Ágúst Haraldsson, rekstarstjóri Hópbíla. Fyrirtækið fékk á dögunum afhenta tvo nýja hópferðabíla af gerðinni VDL; annan 57 farþega en hinn fyrir 63 farþega. Af síðarnefndu stærðinni fóru einnig tveir bílar til dótturfyrirtækis Hópbíla, Reykjavík Sightseeing.
Rútur af gerðinni VDL eru framleiddar í Hollandi og hafa komið sterkar inn að undanförnu, skv. upplýsingum frá Vélrás ehf. sem er með Íslandsumboð fyrir þessari tegund. Alls eru 9 bílar af þessari tegund komnir í flota Hópbíla.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.