Áform um nýjar vindmyllur í Þykkvabæ

Áform eru um að reisa nýjar og öflugri vindmyllur.
Áform eru um að reisa nýjar og öflugri vindmyllur. mbl.is/RAX

Félagið Háblær, eigandi vindrafstöðvanna í Þykkvabæ, áformar að reisa tvær nýjar og afkastameiri vindmyllur á undirstöðum þeirra gömlu. Það þýðir að myllan sem enn stendur verður fjarlægð, eins og hin fyrri, en þær brunnu báðar.

Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, segir að nýju vindmyllurnar rúmist innan gildandi skipulags og leyfa og séu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að nýta betur þær virkjanir sem fyrir eru. Hann segir þó að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um að ráðast í þessa framkvæmd. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka