Gamalt mál tók óvænta stefnu

Bílflakið í fjörunni undir Óshlíðarveginum í september 1973.
Bílflakið í fjörunni undir Óshlíðarveginum í september 1973. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Lög­regl­an á Vest­fjörðum er með afar óvenju­legt mál til meðferðar eins og fram hef­ur komið.

Í vik­unni sendi hún frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem frá því var greint að lík­ams­leif­ar hafi verið grafn­ar upp úr kirkju­g­arði á Vest­fjörðum.

„Um var að ræða lík­ams­leif­ar ein­stak­lings sem lést af slys­för­um fyr­ir nokkr­um síðan. Lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum hafði áður, með vit­und og samþykki nán­ustu aðstand­enda hins látna, fengið dóms­úrsk­urð til þess­ara aðgerða.“

Hinn látni hét Krist­inn Hauk­ur Jó­hann­es­son og lést aðeins nítj­án ára gam­all af slys­för­um á veg­in­um um Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Hnífs­dals í Ísa­fjarðardúpi. Þannig var í það minnsta gengið frá mál­inu haustið 1973 en nú eru blik­ur á lofti eft­ir til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar.

Frá vettvangi í september 1973.
Frá vett­vangi í sept­em­ber 1973. Ljós­mynd/​Ljós­mynda­safn Ísa­fjarðar.

„Aðdrag­andi þess­ar­ar aðgerðar er sá að lög­regl­unni á  Vest­fjörðum hafði borist ábend­ing um að um­rætt slysa­at­vik hafi ekki verið upp­lýst nægj­an­lega á sín­um tíma. Þrátt fyr­ir að lang­ur tími sé liðinn eru tald­ar lík­ur á því að hægt sé að upp­lýsa nán­ar um til­drög at­viks­ins sem um ræðir,“ sagði einnig í til­kynn­ing­unni.

Morg­un­blaðið falaðist eft­ir úr­sk­urðinum hjá Héraðsdómi Vest­fjarða en því var hafnað með þeim skila­boðum að slík­ir úr­sk­urðir væru aldrei af­hent­ir öðrum en þeim sem hafa aðkomu að mál­um.

Víða á Óshlíðinni var bratt frá veginum niður í fjöruna.
Víða á Óshlíðinni var bratt frá veg­in­um niður í fjör­una. mynd/​bb.is

Skildi eft­ir sig son

Krist­inn var af Barðaströnd­inni og var graf­inn á þeim slóðum. Hann hafði verið til sjós í Bol­ung­ar­vík og var þar árin á und­an. Þar eignaðist hann son ári fyr­ir and­látið. Krist­inn fannst lát­inn fyr­ir neðan Óshlíðar­veg­inn og lá fyr­ir ofan bif­reið sem var neðar í fjör­unni. Ökumaður­inn og ann­ar farþegi fóru fót­gang­andi inn í Hnífs­dal og til­kynntu um að bif­reið sem þau voru í ásamt Kristni hefði farið út af veg­in­um. Eru þau bæði á lífi en ökumaður­inn er um tíu árum eldri en hinir tveir farþeg­arn­ir.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert