Starfshópur á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um varnir gegn gróðureldum og Félag slökkviliðsstjóra eru meðal þeirra sem þrýsta nú á stjórnvöld um kaup á slökkviskjólu sem nýst getur í baráttu við gróðurelda.
Um 30 milljónir króna kostar að kaupa slökkviskjólu og búnað henni tengdan. Málið er á borði innviðaráðuneytisins og er vonast til að það komist á fjárlög í haust.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.