Stöðva svindlara í Strætó

Stigið inn í strætó.
Stigið inn í strætó. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vonumst eftir því að þetta geti farið í gang núna í haust,“ segir Sigríður Harðardóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Strætó, en reglur um fargjaldaálag í strætisvögnum hafa verið samþykktar í stjórn fyrirtækisins. Nú fara reglurnar til innviðaráðuneytisins til yfirferðar og samþykktar.

Samkvæmt reglunum verður Strætó heimilt að leggja fargjaldaálag á þá farþega sem greiða ekki rétt fargjald í vögnum fyrirtækisins. Getur þetta átt við þá sem eru með falsaða miða eða kort, þá sem greiða ekki fargjaldið eða nota afsláttarflokk sem þeir eiga ekki rétt á.

Stefnt er að því að starfsmaður í einkennisbúningi merktum Strætó sinni eftirliti í vögnum fyrirtækisins.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert