Bárurnar leggja af stað aðfaranótt þriðjudags

Bárurnar eru mættar til Dover og tilbúnar í boðsundið.
Bárurnar eru mættar til Dover og tilbúnar í boðsundið. Ljósmynd/ Elsa Valsdóttir

Sjó­sund­hóp­ur­inn Bár­urn­ar, hyggst leggja af stað í boðsund­ferð sína yfir Erma­sundið klukk­an fjög­ur aðfaranótt þriðju­dags.

Ætl­un­in var að leggja af stað í nótt en veðrið sner­ist bár­un­um í óhag og því þurfti að fresta sund­inu um sól­ar­hring. 

Það kem­ur þó ekki að sök, enda voru Bár­urn­ar und­ir það bún­ar að veður og vind­ar kæmu til með að stjórna ferðatím­an­um og þær gáfu sér því sjö daga. Þær hafa nýtt tím­ann vel í að kynn­ast bæn­um, æfa sund­tök­in og njóta dval­ar­inn­ar. 

Bárurnar hafa nýtt tímann vel og skoðað sig um í …
Bár­urn­ar hafa nýtt tím­ann vel og skoðað sig um í bæn­um. Ljós­mynd/ Elsa Vals­dótt­ir

Vilja leggja af stað í há­flóði

„Við vilj­um leggja af stað í há­flóðinu, en straum­ur­inn er þá með okk­ur til að byrja með, þess vegna leggj­um við af stað um hánótt,“ seg­ir Elsa Björk Vals­dótt­ir, ein Bár­an. 

Bár­urn­ar nýta dag­inn til þess að ná góðri lokaæf­ingu í sjón­um fyr­ir kom­andi átök. Á morg­un ætla þær sér að sofa og nær­ast vel og fara í göngu­túr. Elsa seg­ir hóp­inn þó ekki vera að vinna sér­stak­lega að því að snúa sól­ar­hringn­um við. 

Stefna á átján klukku­stund­ir

„Við erum að stefna að því að synda þetta á átján klukku­stund­um þar sem hver fer þrjár um­ferðir. Við von­um að það gangi upp.“

Bár­urn­ar hafa ákveðið munu styðja við Stóm­a­sam­tök Íslands með þrekraun sinni.

Ásamt Elsu Vals­dótt­ir sam­an­stend­ur sjó­sund­hóp­ur­inn Bár­urn­ar af eft­ir­far­andi: Sig­ríði Lár­us­dótt­ur, Hörpu Leifs­dótt­ur, Jór­unni Atla­dótt­ur, Guðmundu Elías­dótt­ur og Bjarnþóru Eg­ils­dótt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert