Ekki rétt að tala um atvikið sem slys

„Svo stendur hann upp og fer að bílnum og tekur …
„Svo stendur hann upp og fer að bílnum og tekur í hurðina hjá bílstjóranum, sem gefur í og ekur yfir hjólið og eftir göngugötunni, til þess að komast í burtu.“ mbl.is/Eggert

„Þetta var eiginlega bara líkamsárás,“ segir Ragnhildur Jóhanns, sem varð vitni að því þegar bifreið var ekið á hjólreiðarmann á Laugaveginum í gærkvöldi. 

Hún segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, enda hafi það augljóslega verið viljaverk. 

Fór í taugarnar á bílstjóranum

Hjólreiðamaðurinn var á miðjum Laugaveginum milli tveggja bifreiða og að sögn Ragnhildar hjólaði hann eftir hefðbundnum umferðarhraða.

„Eitthvað fór þetta í taugarnar á ökumanni aftari bifreiðarinnar. Maðurinn þenur bílinn og flautar á hjólreiðarmanninn sem er fyrir framan hann, svo gefur hann í og keyrir hann á hann.“

Ók í burtu og yfir hjólið

Dekkið á hjólinu sprakk við hvell, auk þess sem hjólreiðamaðurinn datt í jörðina. 

„Svo stendur hann upp og fer að bílnum og tekur í hurðina hjá bílstjóranum, sem gefur í og ekur yfir hjólið og eftir göngugötunni, til þess að komast í burtu.“

Atvikið átti sér stað í kringum hálf níu, en Ragnhildur sat fyrir utan Forsetann, kaffihús og bar. Hún segir fjölda fólks hafa orðið vitni að atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert