Beint: Blikur á lofti í Evrópu

Gestir fundarins verða þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og …
Gestir fundarins verða þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Samsett mynd

Varðberg, sam­tök um vest­ræna sam­vinnu og alþjóðamál, Alþjóðamálastofnun HÍ, utanríkisráðuneytið og sendiráð Bretlands á Ísland bjóða til op­ins fund­ar um blikur í lofti í Evrópu. Fundurinn fer fram á Hilton Nordica og hefst klukkan 17:00 í dag.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beini streymi.

Gestir fundarins verða þau Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra og Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands.

Áhugi á starfi Varðbergs hefur verið mikill, ekki síst eftir innrás Rússa í Úkraínu, og greint var frá góðri þátt­töku í NATO-skóla fé­lags­ins fyrr í vor. Njáll Trausti Friðberts­son, formaður Varðbergs og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, stýr­ir fundi.

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Varðbergs.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Varðbergs. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert