Einkareknar stöðvar efst

76,5 prósent notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eru ánægðir með þjónustuna.
76,5 prósent notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eru ánægðir með þjónustuna. mbl.is/Auðun

72,3 prósent einstaklinga bera mikið traust til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt niðurstöðum könnunar Sjúkratrygginga Íslands. Þá eru 76,5 prósent notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu ánægðir með þjónustuna og 87,2 prósent töldu viðmót og framkomu starfsfólks almennt góða. Eru niðurstöðurnar svipaðar og komu fram í sambærilegri könnun árið 2019.

Einkareknar heilsugæslustöðvar koma best út

Heilsugæslustöðvarnar Lágmúla, nú Kirkjusandur, Salahverfi, Höfða, Árbæ, Urðarhvarfi, Seltjarnarnesi og Mjódd raða sér í efstu sætin í flestum spurningum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að einkareknar heilsugæslustöðvar njóti mesta traustsins hjá notendum heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti getur ýmislegt haft áhrif á þjónustu einstakra stöðva á því tímabili sem könnunin var gerð, eins og mannekla og veikindi hjá starfsfólki.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert