Fyrsti borgarstjóri Framsóknar

Einar Þorsteinsson verður formaður borgarráðs uns hann tekur við embætti …
Einar Þorsteinsson verður formaður borgarráðs uns hann tekur við embætti borgarstjóra. mbl.is/Óttar

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, heldur áfram sem borgarstjóri næstu átján mánuði, en að þeim tíma liðnum munu hann og Einar Þorsteinsson skiptast á embættum og þá verður Dagur formaður borgarráðs. Einar verður þar með fyrsti framsóknarmaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra.

Einar segir að sér þyki ekki verra að fá þessa fyrstu mánuði til þess að setja sig vel inn í stjórnkerfið, kynnast ferlinu við ákvarðanatökur, eiga samskipti við starfsfólk og kynnast starfinu betur. „Við töldum þetta skynsamlegustu skiptingu á verkefninu, hann byrjar fyrstu átján mánuðina og svo tek ég við og verð meirihluta kjörtímabilsins.“

Dagur tekur í sama streng en bætir við að með þessu sé verið að nýta reynslu ásamt því að gefa Framsóknarflokknum tækifæri. „Við erum þannig bæði að endurspegla það sem við sáum í könnunum fyrir kosningar, að stærsti hluti kjósenda vildi mig áfram sem borgarstjóra, en það var líka krafa um breytingar og við teljum þetta góða blöndu.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert