„Hér í Reykhólasveit er næga atvinnu að hafa en okkur vantar fleira fólk á svæðið. Því viljum við svara með húsnæðisuppbyggingu, sem verður áherslumál hjá okkur,“ segir Árný Huld Haraldsdóttir. Hún var á dögunum kjörin til embættis oddvita sveitarstjórnar Reykhólahrepps, annað kjörtímabilið í röð.
Fjórar konur og einn karl skipa stjórn sveitarfélagsins. Þau eru, auk Árnýjar, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, sem verður varaoddviti, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, Hrefna Jónsdóttir og Vilberg Þráinsson.
Reykhólasveit er víðfeðm; nær frá Gilsfjarðarbotni í vestri til Kjálkafjarðar í austri, tæplega 140 km vegalengd. Í sveitarfélaginu búa um 230 manns, þar af um 100 á Reykhólum.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.