Tveir ákærðir fyrir árás með skrúfjárni

Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn á þrítugsaldri fyrir að hafa veist að þriðja manninum með hnefahöggum og stungið hann ítrekað með skrúfjárni, að því er talið, fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Austurstræti, aðfaranótt 5. mars síðastliðins.

Sá sem beitti vopninu er ákærður fyrir tilraun til manndráps en hinn fyrir líkamsárás.

Fram kemur í ákæru að bæði lungu þolanda hafi fallið saman við árásina og að hann hafi hlotið sár, bæði framan á brjóstkassa og á baki. Þá hafi hann hlotið áverka á höfði og víða um líkamann.

Krefur hann þá, sem réðust á hann, annars vegar um rúma 4,1 milljón króna í miskabætur og hins vegar 900 þúsund krónur.

Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en fyrirtaka fer fram á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert