Undirritaði samning um varnarsamstarf við Dani

Samningurinn undirritaður.
Samningurinn undirritaður. mbl.is/Hákon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og Martin Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag samning um varnarsamstarf nágrannalandanna tveggja.

Tveggja daga fundur varnarmálaráðherra Norðurhópsins hófst í Reykjavík í kvöld. Ísland fer með formennsku í hópnum um þessar mundir en hann er vettvangur fyrir reglubundið samráð líkt þenkjandi ríkja um öryggis- og varnartengd málefni, að því er segir í tilkynningu.

Tólf ríki eiga aðild að Norðurhópnum: Norðurlöndin, Eistland, Lettland, Litháen, Þýskaland, Holland, Pólland og Bretland. Noregur tekur senn við formennskunni af Íslandi og gegnir til ársloka.

Staðið fyrir tveimur málstofum

Í tengslum við varnarmálaráðherrafundinn standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Varðberg, utanríkisráðuneytið og sendiráð Bretlands á Íslandi fyrir tveimur málstofum um varnar- og öryggismál. 

Sú fyrri fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í gær þar sem Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, var aðalræðumaður. Sú síðari verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands á fimmtudaginn 9. júní kl. 12:00 þar sem Artis Pabriks, varnarmálaráðherra Lettlands, verður aðalræðumaður.

Þórdís og Wallace heilsast.
Þórdís og Wallace heilsast. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert