Andlát: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson fyrrverandi bæjarstjóri í Grundarfirði og sveitarstjóri á …
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson fyrrverandi bæjarstjóri í Grundarfirði og sveitarstjóri á Hellu.

Guðmund­ur Ingi Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Grund­arf­irði og sveit­ar­stjóri á Hellu, lést á Land­spít­al­an­um 4. júní, 71 árs að aldri. Hann fædd­ist 14. sept­em­ber 1951 í Reykja­vík og var son­ur þeirra El­ín­ar Bjarn­veig­ar Ólafs­dótt­ur þjóns og Gunn­laugs Birg­is Daní­els­son­ar sölu­manns. Þau skildu.

Guðmund­ur fór tveggja mánaða gam­all til fóst­ur­for­eldra sinna í Hvera­gerði, þeirra Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur hús­móður og Guðmund­ar Ólafs­son­ar, öku­kenn­ara og bif­reiðar­stjóra. Hann fór í lands­próf í Hvera­gerði en lauk því frá Vest­ur­bæj­ar­skóla í Reykja­vík. Eft­ir það var hann um tíma við nám í MR og MH. Guðmund­ur tók síðar meira­próf og lauk námi sem leiðsögumaður frá Ferðamála­skóla Íslands.

Guðmund­ur rak Foss­nesti á Sel­fossi frá 1981 til 1986, en það var mjög vin­sæll viðkomu­staður þar í bæ. Skemmti­staður­inn Ing­hóll var byggður ofan á Foss­nesti og rak hann þann stað einnig. Guðmund­ur var svo hót­el­stjóri á Hót­el Örk í Hvera­gerði í nokkra mánuði 1986. Eft­ir það starfaði Guðmund­ur hjá Sam­bandi ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga í fjög­ur ár þar til hann sneri sér að sveit­ar­stjórn­ar­mál­um.

Hann var virk­ur í starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins og var sveit­ar­stjóri á Hellu frá 1990 til 2006. Þá var Guðmund­ur ráðinn bæj­ar­stjóri í Grund­arf­irði og gegndi því embætti í fjög­ur ár. Hann tók þátt í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Rangárþingi ytra 2010, lenti í fyrsta sæti og var odd­viti sjálf­stæðismanna í sveit­ar­stjórn 2010-2014.

Guðmund­ur gegndi ýms­um fleiri trúnaðar­störf­um og var virk­ur í þjóðmá­laum­ræðunni. Þá tók hann þátt í Odd­fellow til æviloka.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Guðmund­ar er María Busk sjúkra­liði. Hann læt­ur eft­ir sig fimm upp­kom­in börn, tíu barna­börn og þrjú barna­barna­börn.

Útför­in verður gerð frá Sel­foss­kirkju föstu­dag­inn 10. júní klukk­an 14.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert