Andlát: Sveinn Ágúst Björnsson

Sveinn Ágúst Björnsson fv. sendiherra
Sveinn Ágúst Björnsson fv. sendiherra mbl.is

Sveinn Ágúst Björns­son, fv. sendi­herra, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 29. maí síðastliðinn, á 80. ald­ursári.

Sveinn fædd­ist í Reykja­vík 18. ág­úst 1942, son­ur Björns Hall­dórs­son­ar verk­stjóra og Nönnu Sveins­dótt­ur, hús­freyju, bók­ara og gjald­kera.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Sveins er Magnea Sig­ríður Sig­urðardótt­ir sér­kenn­ari, f. 1939. Þau giftu sig árið 1990 í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík. Dótt­ir Magneu er Rakel Rós Ólafs­dótt­ir ferðamála­fræðing­ur, f. 1976. Hún á fjög­ur börn með Maurizio Tani list­fræðingi, f. 1973.

Sveinn bjó lengst af í Vest­ur­bæn­um, á Víðimel og Hring­braut. Hann byggði ásamt for­eldr­um sín­um húsið við Grana­skjól 8, þar sem þau mæðgin bjuggu í um þrjá­tíu ár eft­ir svip­legt and­lát föður Sveins. Sveinn stundaði golfíþrótt­ina af kappi og laxveiði, ásamt því að vera dag­leg­ur gest­ur í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni. Síðustu árin bjuggu Sveinn og Magnea í Grafar­holti.

Sveinn varð stúd­ent frá Verzl­un­ar­skóla Íslands árið 1963. Þar kynnt­ist hann nokkr­um af sín­um bestu vin­um. Hann nam spænsku, spænska sögu og bók­mennt­ir við Há­skól­ann í Barcelona árið 1964 og lauk viðskipta­fræði frá Há­skóla Íslands árið 1970.


Sveinn starfaði hjá Efna­hags­stofn­un­inni 1966-1970, þegar hann hóf störf í viðskiptaráðuneyt­inu og starfaði þar í 18 ár. Árið 1988 færði hann sig yfir til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, þar sem hann starfaði allt til árs­ins 2006 þegar hann lét af störf­um.
Sveinn starfaði í sendi­ráðinu í Par­ís á ár­un­um 1978-1982 og bjó þar með móður sinni. Til Íslands kom hann aft­ur á ár­un­um 1982-1992 þegar hann sneri á ný til starfa til Par­ís­ar, nú með eig­in­konu sinni og dótt­ur henn­ar. Þau bjuggu í Par­ís til 1995 þegar þau flutt­ust til Strass­borg­ar árið 1997 og árið 1998 til Washingt­on DC þar til árið 2001 þegar þau flutt­ust aft­ur til Íslands.
Sveinn var öt­ull í ým­iss kon­ar fé­lags- og trúnaðar­störf­um, meðal ann­ars með Li­ons­hreyf­ing­unni í nokk­urn tíma.

Útför Sveins fer fram frá Lága­fells­kirkju í Mos­fells­bæ á morg­un, fimmtu­dag, kl. 13.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert