„Ég er spenntur fyrir þessu tækifæri“

Stefán Broddi stefnir á búsetu og lögheimili í Borgarbyggð.
Stefán Broddi stefnir á búsetu og lögheimili í Borgarbyggð.

Stefán Broddi Guðjóns­son hef­ur verið ráðinn sveit­ar­stjóri Borg­ar­byggðar og er áætlað að hann taki við starf­inu þann 1. júlí næst­kom­andi. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að starfið legg­ist ljóm­andi vel í sig.

„Ég hlakka til að taka til starfa í sveit­ar­fé­lagi sem býður upp á fjöl­mörg tæki­færi. Ég á ræt­ur í Borg­ar­nesi og Borg­ar­byggð, ég ólst þar upp. Ég er spennt­ur fyr­ir þessu tæki­færi, að fá að vinna með góðu fólki að góðum verk­efn­um.“

Stefán er með BA-gráðu í stjórn­mála­fræði frá Há­skóla Íslands en hef­ur starfað hjá Ari­on banka síðastliðin tíu ár. Frá ár­inu 2019 hef­ur hann verið sér­fræðing­ur í markaðsviðskipt­um hjá bank­an­um en þar áður stýrði hann grein­ing­ar­deild bank­ans um nokk­urra ára skeið.

Stefn­ir á bú­setu í Borg­ar­byggð

Stefán er ekki bú­sett­ur í Borg­ar­byggð eins og er en hann hef­ur sterk­ar taug­ar þangað. „Ég stefni að minnsta kosti að bú­setu og lög­heim­ili í Borg­ar­byggð en á þó eft­ir að út­færa það í sam­starfi við fjöl­skyld­una.“

Hann bend­ir á að stutt sé á milli Borg­ar­byggðar og höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Borg­ar­byggð er þannig sveit­ar­fé­lag að við erum inn­an við klukku­tíma frá borg­inni. Fjar­skipti eru góð og svo halda sam­göng­ur áfram að styrkj­ast. Við erum sveit­ar­fé­lag í jaðri höfuðborg­ar­svæðis­ins. Við erum að fá fólk til okk­ar sem vinn­ur á höfuðborg­ar­svæðinu og öf­ugt,“ seg­ir Stefán.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert