Fjöldi varnarmálaráðherra á landinu

Frá fundi ráðherranna í morgun. Hér sést Þórdís Kolbrún Reykfjörð …
Frá fundi ráðherranna í morgun. Hér sést Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varnarmálaráðherrar Norðurhópsins funduðu á Hilton Reykjavík Nordica í morgun en blaðamannafundur á þeirra vegum fór af stað klukkan 11:30. 

Ísland fer með for­mennsku í hópn­um um þess­ar mund­ir en hann er vett­vang­ur fyr­ir reglu­bundið sam­ráð líkt þenkj­andi ríkja um ör­ygg­is- og varn­artengd mál­efni.

Hinn breski Ben Wallace ræddi við kollega sína í morgun.
Hinn breski Ben Wallace ræddi við kollega sína í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á staðnum eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands, Morten Bødskov varnarmálaráðherra Danmerkur, Tuuli Duneton staðgengill varnarmálaráðherra Eistlands, Antti Kaikkonen varnarmálaráðherra Finnlands, Joep Wijnands staðgengill varnarmálaráðherra Hollands, Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands, Vaidotas Urbelis staðgengill varnarmálaráðherra Litháens, Bjørn Arild Gram varnarmálaráðherra Noregs, Wojciech Skurkiewicz staðgengill varnarmálaráðherra Póllands, Peter Hultqvist varnarmálaráðherra Svíþjóðar og Thomas Hitschler staðgengill varnarmálaráðherra Þýskalands. 

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís og Mart­in Bødskov, varn­ar­málaráðherra Dan­merk­ur, und­ir­rituðu í gær samn­ing um varn­ar­sam­starf ná­granna­land­anna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka