Varnarmálaráðherrar Norðurhópsins funduðu á Hilton Reykjavík Nordica í morgun en blaðamannafundur á þeirra vegum fór af stað klukkan 11:30.
Ísland fer með formennsku í hópnum um þessar mundir en hann er vettvangur fyrir reglubundið samráð líkt þenkjandi ríkja um öryggis- og varnartengd málefni.
Á staðnum eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands, Morten Bødskov varnarmálaráðherra Danmerkur, Tuuli Duneton staðgengill varnarmálaráðherra Eistlands, Antti Kaikkonen varnarmálaráðherra Finnlands, Joep Wijnands staðgengill varnarmálaráðherra Hollands, Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands, Vaidotas Urbelis staðgengill varnarmálaráðherra Litháens, Bjørn Arild Gram varnarmálaráðherra Noregs, Wojciech Skurkiewicz staðgengill varnarmálaráðherra Póllands, Peter Hultqvist varnarmálaráðherra Svíþjóðar og Thomas Hitschler staðgengill varnarmálaráðherra Þýskalands.
Þórdís og Martin Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í gær samning um varnarsamstarf nágrannalandanna tveggja.