Fjöldi varnarmálaráðherra á landinu

Frá fundi ráðherranna í morgun. Hér sést Þórdís Kolbrún Reykfjörð …
Frá fundi ráðherranna í morgun. Hér sést Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varn­ar­málaráðherr­ar Norður­hóps­ins funduðu á Hilt­on Reykja­vík Nordica í morg­un en blaðamanna­fund­ur á þeirra veg­um fór af stað klukk­an 11:30. 

Ísland fer með for­mennsku í hópn­um um þess­ar mund­ir en hann er vett­vang­ur fyr­ir reglu­bundið sam­ráð líkt þenkj­andi ríkja um ör­ygg­is- og varn­artengd mál­efni.

Hinn breski Ben Wallace ræddi við kollega sína í morgun.
Hinn breski Ben Wallace ræddi við koll­ega sína í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á staðnum eru Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra Íslands, Ben Wallace varn­ar­málaráðherra Bret­lands, Morten Bødskov varn­ar­málaráðherra Dan­merk­ur, Tu­uli Dunet­on staðgeng­ill varn­ar­málaráðherra Eist­lands, Antti Kaik­kon­en varn­ar­málaráðherra Finn­lands, Joep Wijn­ands staðgeng­ill varn­ar­málaráðherra Hol­lands, Art­is Pabriks varn­ar­málaráðherra Lett­lands, Vaidotas Ur­bel­is staðgeng­ill varn­ar­málaráðherra Lit­há­ens, Bjørn Ar­ild Gram varn­ar­málaráðherra Nor­egs, Wojciech Skur­kiewicz staðgeng­ill varn­ar­málaráðherra Pól­lands, Peter Hultqvist varn­ar­málaráðherra Svíþjóðar og Thom­as Hitschler staðgeng­ill varn­ar­málaráðherra Þýska­lands. 

Frá fundinum í morgun.
Frá fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þór­dís og Mart­in Bødskov, varn­ar­málaráðherra Dan­merk­ur, und­ir­rituðu í gær samn­ing um varn­ar­sam­starf ná­granna­land­anna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert