Fleiri covid-smit vegna ferðamanna

Stór hluti þeirra sem greinst hafa með Covid-19 upp á …
Stór hluti þeirra sem greinst hafa með Covid-19 upp á síðkastið eru ferðamenn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn grein­ast á bil­inu 100-150 covid-smit dag­lega hér inn­an­lands. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stór hluti þeirra sem grein­ast sé ferðamenn. Koma smit­in oft­ast í ljós er þeir þurfa að ná í vott­orð til að fara úr landi, fara í sýna­töku og grein­ast þá já­kvæðir.

Þórólf­ur seg­ir fjölda inn­an­lands­smita hins veg­ar ekki mik­inn. „Þetta er búið að vera svona mjög lengi, svo fer þetta niður kannski í 50-60 smit, sér­stak­lega um helg­ar þegar við höf­um tekið færri sýni, og svo fer þetta aft­ur upp,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það séu fáir sem veikj­ast al­var­lega vegna fjölda bólu­setn­inga.

„Það eru mjög fáir al­var­lega veik­ir, það eru til dæm­is bara tveir inniliggj­andi á Land­spít­al­an­um með covid,“ sagði Þórólf­ur enn frem­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert