Gamla símkerfinu lokað á næsta ári

Skífusímar eru nær horfnir og koparlína á sömu leið.
Skífusímar eru nær horfnir og koparlína á sömu leið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in eru smátt og smátt að taka út kop­ar­lín­ur fyr­ir heimasíma lands­manna og færa þá yfir á netið, gegn­um svo­nefnd Voice over IP-kerfi, VoIP. Sam­skipta­stjóri Sím­ans, Guðmund­ur Jó­hanns­son, seg­ir að þess­ari vinnu eigi að vera að fullu lokið fyr­ir árs­lok 2023.

Áform voru uppi um að taka kerfið út fyrr og að ein­hverju leyti má rekja það til veirufar­ald­urs­ins, að sögn Guðmund­ar.

„Við byrjuðum á þeim sím­stöðvum þar sem fæst­ir not­end­ur eru og smám sam­an höf­um við verið að fara á stærri stöðvar og þá tek­ur þetta lengri tíma,“ seg­ir hann og bæt­ir við að auk þess þurfi að upp­lýsa alla not­end­ur um fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir. Þá komi upp „jaðar­til­vik“ sem þurfi að leysa sér­stak­lega.

Að sögn Guðmund­ar þurfa sím­not­end­ur ekki að aðhaf­ast mikið til að færa sig á milli kerfa og geti notað sömu sím­tæki áfram.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert