Geti myndað öflugan her í norrænu samstarfi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands og Peter Hultqvist varnamálaráðherra …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands og Peter Hultqvist varnamálaráðherra Svíþjóðar. mbl.is/Hákon

Peter Hultqvist, varna­málaráðherra Svíþjóðar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að það sé hans mat að Ísland geri nóg hvað varðar ör­ygg­is­mál Evr­ópu og að það komi hon­um þannig séð ekki við hvað Ísland geri held­ur sé það und­ir Íslend­ing­um komið.

mbl.is ræddi við Hultqvist um hlut­verk Íslands á alþjóðavísu þegar það kem­ur að ör­ygg­is­mál­um á fundi ut­an­rík­is­ráðherra og varna­málaráðherra Norður­hóps Evr­ópu sem fór fram í dag.

Aðspurður seg­ir Hultqvist helsta hlut­verk Íslands inn­an varn­ar­banda­lags Norður­hóps­ins fel­ast í þeirri hernaðarlega séð mik­il­vægu staðsetn­ingu Íslands á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Seg­ir hann mik­il­vægt að líta á Ísland frá sjón­ar­horni hernaðarlegr­ar staðsetn­ing­ar. Minn­ist hann þar að auki á her­gögn Banda­ríska hers­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli sem að hans mati eru mik­il­væg fyr­ir frið í Evr­ópu. 

Ísland at­hygl­is­verð eyja

Spurður hvort að Ísland ætti að gera meira en gert er nú þegar til að stuðla að friði og til að hjálpa Úkraínu við að verj­ast gegn rúss­nesk­um her­sveit­um seg­ir Hultqvist það ekki þurfa að hans mati. „Ísland mæt­ir á alla fundi og læt­ur mikið til sín taka í sam­skipt­um við önn­ur lönd. Það sem Ísland ætti að gera eða ekki að gera er und­ir Íslandi komið,“ seg­ir Hultqvist

„Í nor­rænu sam­starfi með Finn­landi, Svíþjóð, Nor­egi og Dan­mörku sem nær yfir risa­stórt svæði get­um við sam­ræmt okk­ur og myndað mjög öfl­ug­an her,“ seg­ir Hultqvist og tek­ur fram að hann von­ist til þess að Svíþjóð hljóti inn­göngu í Atlants­hafs­banda­lagið (NATO). 

Í lok­in seg­ist Hutlquist vera mjög hrif­in af Íslandi: „Ég hef verið hérna nokkr­um sinn­um og líkað það nokkuð vel. Þetta er mjög at­hygl­is­verð eyja.“ Hultqvist bæt­ir við að hann hlakki til þess að geta heim­sótt landið ein­sam­all sem ferðamaður til að geta notið þess sem landið hef­ur upp á að bjóða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert