Grafalvarleg staða í Blóðbankanum

Vegna frídaga hafa langir söfnunardagar Blóðbankans fallið niður.
Vegna frídaga hafa langir söfnunardagar Blóðbankans fallið niður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lagerstaðan í Blóðbankanum er nú mjög lág og er staðan orðin grafalvarleg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum.

Langir söfnunardagar eru hjá Blóðbankanum á mánudögum og fimmtudögum og hafa blóðgjafar nýtt þá daga vel til að gefa blóð. Frá páskum og fram yfir hvítasunnu hafa margir frídagar lent á þessum vikudögum og því hefur gengið illa að halda uppi nægilega stórum lager af rauðkornum til að tryggja öryggi sjúklinga.

Blóðgjafar eru því hvattir til að koma og gefa blóð en mikilvægt er að bóka tíma fyrst, annað hvort með því að hringja eða senda tölvupóst. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á vef Blóðbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert