Grafalvarleg staða í Blóðbankanum

Vegna frídaga hafa langir söfnunardagar Blóðbankans fallið niður.
Vegna frídaga hafa langir söfnunardagar Blóðbankans fallið niður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lag­erstaðan í Blóðbank­an­um er nú mjög lág og er staðan orðin grafal­var­leg, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Land­spít­al­an­um.

Lang­ir söfn­un­ar­dag­ar eru hjá Blóðbank­an­um á mánu­dög­um og fimmtu­dög­um og hafa blóðgjaf­ar nýtt þá daga vel til að gefa blóð. Frá pásk­um og fram yfir hvíta­sunnu hafa marg­ir frí­dag­ar lent á þess­um viku­dög­um og því hef­ur gengið illa að halda uppi nægi­lega stór­um lag­er af rauðkorn­um til að tryggja ör­yggi sjúk­linga.

Blóðgjaf­ar eru því hvatt­ir til að koma og gefa blóð en mik­il­vægt er að bóka tíma fyrst, annað hvort með því að hringja eða senda tölvu­póst. Hægt er að nálg­ast nán­ari upp­lýs­ing­ar á vef Blóðbank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert