Guðni stakk sér í ísfirskan sjó í morgun

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson skellti sér í sjósund fyrir …
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson skellti sér í sjósund fyrir vestan í morgun. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, skellti sér í sjó­sund á Ísaf­irði í morg­un ásamt fleiri sjó­sundsköpp­um á svæðinu. For­set­inn er nú í op­in­berri heim­sókn á Ísaf­irði með El­izu Reid for­setafrú en heim­sókn­in hófst í gær og lýk­ur henni í dag. 

mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son

Í dag er ým­is­legt á dag­skrá for­seta­hjón­anna en þau ætla í Hnífs­dal til að kynna sér starf­semi Hraðfrysti­húss­ins Gunn­var­ar og hitta starfs­menn þar. Þá munu þau halda til Þing­eyr­ar og heim­sækja frum­kvöðlasetrið Blá­bank­ann og ræða við hverf­is­ráð Þing­eyr­ar auk þess sem for­set­inn staldr­ar við bæði í leik­skól­an­um Lauf­ási og í hjúkr­un­ar­heim­il­inu Tjörn.

mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son

Í kjöl­farið ligg­ur leiðin til Suður­eyr­ar þar sem for­set­inn mun kynna sér starf­semi fisk­vinnsl­unn­ar Íslands­sögu, hitta leik­skóla­börn og skoða starf­semi Fis­herm­an sem bygg­ist bæði á mat­væla­vinnslu og ferðaþjón­ustu. Í lok heim­sókn­ar sinn­ar mun Guðni fara í Byggðasafn Vest­fjarða í Neðsta­kaupstað og að síðustu í Safna­húsið á Ísaf­irði þar sem meðal ann­ars má skoða bóka- og skjala­söfn og ljós­mynda­safn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert