Hagkerfi á ókunnum slóðum

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar, miðspá, mun íbúum landsins fjölga um 19 …
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar, miðspá, mun íbúum landsins fjölga um 19 þúsund á árunum 2022 til 2024 sem er rúmlega íbúafjöldi Garðabæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Íslenska hag­kerfið er í þeirri óvenju­legu stöðu að nokkr­ir sam­verk­andi þætt­ir gætu hamlað hag­vexti á síðari hluta árs­ins. Það gæti aft­ur haft áhrif á aðflutn­ing fólks til lands­ins og vænta íbúa­fjölg­un næstu ár.

Sam­kvæmt mann­fjölda­spá Hag­stof­unn­ar, miðspá, mun íbú­um lands­ins fjölga um 19 þúsund á ár­un­um 2022 til 2024 sem er rúm­lega íbúa­fjöldi Garðabæj­ar. Þá er gert ráð fyr­ir að á sama tíma­bili flytji 22.500 fleiri til lands­ins en frá.

Mann­fjölda­spá­in var upp­færð í des­em­ber síðastliðnum en stríð var þá ekki hafið í Úkraínu. Margt í efna­hags­um­hverf­inu hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um og verðbólg­an auk­ist langt um­fram fyrri spár.

Yngvi Harðar­son hag­fræðing­ur seg­ir hætt við að ekki tak­ist að full­nýta svig­rúm til hag­vaxt­ar á síðari hluta árs­ins vegna tak­markaðs fram­boðs á aðföng­um og hrávör­um.

Alþjóðahag­kerfið hafi ekki staðið frammi fyr­ir slík­um skorti á aðföng­um í a.m.k. nokkra ára­tugi.

Nán­ari um­fjöll­un í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert