Íslenska hagkerfið er í þeirri óvenjulegu stöðu að nokkrir samverkandi þættir gætu hamlað hagvexti á síðari hluta ársins. Það gæti aftur haft áhrif á aðflutning fólks til landsins og vænta íbúafjölgun næstu ár.
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar, miðspá, mun íbúum landsins fjölga um 19 þúsund á árunum 2022 til 2024 sem er rúmlega íbúafjöldi Garðabæjar. Þá er gert ráð fyrir að á sama tímabili flytji 22.500 fleiri til landsins en frá.
Mannfjöldaspáin var uppfærð í desember síðastliðnum en stríð var þá ekki hafið í Úkraínu. Margt í efnahagsumhverfinu hefur tekið miklum breytingum og verðbólgan aukist langt umfram fyrri spár.
Yngvi Harðarson hagfræðingur segir hætt við að ekki takist að fullnýta svigrúm til hagvaxtar á síðari hluta ársins vegna takmarkaðs framboðs á aðföngum og hrávörum.
Alþjóðahagkerfið hafi ekki staðið frammi fyrir slíkum skorti á aðföngum í a.m.k. nokkra áratugi.
Nánari umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.