Innkalla IKEA espressókönnu vegna slysahættu

Sænski hús­gagnaris­inn IKEA hvet­ur viðskipta­vini til að taka úr notk­un og skila fyr­ir­tæk­inu METALLISK espressó­könnu með ör­ygg­is­ventil úr ryðfríu stáli vegna slysa­hættu af völd­um yfirþrýst­ings.

Viðskipta­vin­ir munu fá að fullu end­ur­greitt og er kvitt­un ekki skil­yrði fyr­ir því, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Hætta á yfirþrýst­ingi kom upp vegna breyt­inga á efni og gerð ör­ygg­is­ventils­ins og því er aðeins um könn­ur með ör­ygg­is­ventil úr ryðfríu stáli, sem er silf­ur­lituð eða grá, að ræða. Fram­leiðslu­dag­setn­ing­arn­ar eru frá 2040 til 2204 (áávv). Inn­köll­un­in á aðeins við um þessa til­teknu vöru.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að fá hjá þjón­ustu­veri fyr­ir­tæk­is­ins.

IKEA innkallar METALLISK espressókönnu með öryggisventil úr ryðfríu stáli, með …
IKEA innkall­ar METALLISK espressó­könnu með ör­ygg­is­ventil úr ryðfríu stáli, með fram­leiðslu­dag­setn­ing­ar frá 2040 til 2204 (áávv). Ljós­mynd/​IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert