Sænski húsgagnarisinn IKEA hvetur viðskiptavini til að taka úr notkun og skila fyrirtækinu METALLISK espressókönnu með öryggisventil úr ryðfríu stáli vegna slysahættu af völdum yfirþrýstings.
Viðskiptavinir munu fá að fullu endurgreitt og er kvittun ekki skilyrði fyrir því, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Hætta á yfirþrýstingi kom upp vegna breytinga á efni og gerð öryggisventilsins og því er aðeins um könnur með öryggisventil úr ryðfríu stáli, sem er silfurlituð eða grá, að ræða. Framleiðsludagsetningarnar eru frá 2040 til 2204 (áávv). Innköllunin á aðeins við um þessa tilteknu vöru.
Nánari upplýsingar er að fá hjá þjónustuveri fyrirtækisins.