Mál Magnúsar sett í forgang hjá MDE

Magnús Davíð Norðdahl.
Magnús Davíð Norðdahl.

Mál borgarfulltrúans Magnúsar Davíðs Norðdahl, sem bauð sig fram fyrir Pírata til Alþingis í síðustu þingkosningum, hefur hlotið forgang hjá Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE). 

Málið snýr að meintum ágalla á framkvæmd kosninganna og hefur það nú komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins, að sögn Magnúsar sem segir um „ákaflega mikilvægan áfanga“ að ræða. 

„Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur síðan hverjir fara með framkvæmdavald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru undir í þessu dómsmáli,“ skrifar Magnús í færslu á Facebook. 

Hann krafðist á sínum tíma ógild­ing­ar kosn­ing­anna í Norðvest­ur­kjör­dæmi með vís­an í fram­kvæmd taln­ing­ar. Taldi hann ann­mark­ana til þess fallna að draga úr trú­verðug­leika taln­ing­ar­inn­ar en eins og greint var frá í fréttum þurfti að endurtelja atkvæði í Norðvesturkjördæmi í kjölfar kosninganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka