Meintur nauðgari settur í farbann

Maðurinn er sakaður um að hafa brotið af sér á …
Maðurinn er sakaður um að hafa brotið af sér á skemmtistað á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Lands­rétt­ur hef­ur bannað er­lend­um karl­manni, sem hef­ur óskráðan dval­arstað á Ak­ur­eyri, að ferðast frá Íslandi á meðan mál hans er til meðferðar hjá lög­reglu. Maður­inn er sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni og nauðgun á skemmti­stað á Ak­ur­eyri aðfar­arnótt 29. maí síðastliðins.

Lög­regl­an á Norður­landi eystra ræddi við vitni sem sögðu henni að stúlka hafi „komið há­grát­andi niður á bar með föt­in hálf niður um sig og sagt að maður­inn hafi tekið um hana, farið með hana afsíðis og tekið getnaðarlim sinn út. Hún hafi náð að forða sér frá hon­um, farið niður að barn­um, rætt við vitni og getað vísað á mann­inn.“ Vitnið greindi lög­regl­unni svo frá því að maður­inn hafi séð að á hann var bent og þá reynt að hlaupa af vett­vangi. 

Tveir meint­ir brotaþolar

Stúlk­an sagði lög­reglu sjálf að maður­inn hafi ít­rekað reynt að kom­ast und­ir pilsið henn­ar og reynt að fara inn í hana með getnaðarlimi sín­um. Hún náði aft­ur á móti að ýta hon­um frá. Maður­inn er sömu­leiðis sakaður um að hafa komið við kyn­færi henn­ar. 

Ann­ar meint­ur brotaþoli skýrði lög­reglu frá því að sami maður hafi kysst hana án henn­ar samþykk­is og káfað á henni í henn­ar óþökk. 

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra komst fyrst að þeirri niður­stöðu að maður­inn skyldi sæta far­banni til 29. júní næst­kom­andi. Maður­inn kærði þá niður­stöðu til Lands­rétt­ar og staðfesti Lands­rétt­ur úr­sk­urð héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert