„Munum deila eftirlitsgögnum á milli landanna“

Varn­ar­málaráðherr­a Danmerkur Martin Bødskov tók til máls á blaðamannafundi Norðurhópsins …
Varn­ar­málaráðherr­a Danmerkur Martin Bødskov tók til máls á blaðamannafundi Norðurhópsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Mart­ins Bødskov, varn­ar­málaráðherra Dan­merk­ur, er nýr samn­ing­ur milli Dan­merk­ur og Íslands um varn­ar­sam­starf gerður í þeim til­gangi að auka sam­starf þjóðanna enn frek­ar. Þá er mark­mið hans einnig að þjóðirn­ar deili hvor með ann­arri gögn­um sem tengj­ast ör­yggi og vörn­um.

Eins og greint hef­ur verið frá, und­ir­rituðu Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Bødskov samn­ing um varn­ar­sam­starf ná­granna­land­anna tveggja í gær.

Mbl.is ræddi við Bødskov og Þór­dísi Kol­brúnu á blaðamanna­fundi Norður­hóps­ins, sem fór fram á Hilt­on Nordica í dag. Þór­dís Kol­brún opnaði fund­inn með því að kynna hvað ut­an­rík­is­ráðherr­ar og varn­ar­málaráðherr­ar ríkj­anna hafa rætt síðustu tvo daga á fundi full­trúa Norður­hóps­ins í Reykja­vík.

„Við höf­um rætt þær hætt­ur sem steðja að lönd­um Norður­hóps­ins vegna inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu. Við rædd­um einnig hvaða áskor­un­um við mæt­um á alþjóðavísu. Sem dæmi má nefna Kína og aðrar ógn­ir. Það hef­ur verið heiður fyr­ir Ísland að sinna for­mennsku Norður­hóps­ins,“ sagði Þór­dís.

Hafi mikla þýðingu fyr­ir Ísland

Spurður um hvað nýr samn­ing­ur um varn­ar­sam­starf þýði fyr­ir Ísland, seg­ir Bødskov að sam­starfs­samn­ing­ur­inn muni styrkja tengsl Íslands og Dan­merk­ur enn frek­ar, sér­stak­lega hvað varðar ör­ygg­is­mál.

„Það þýðir að við mun­um deila eft­ir­lits­gögn­um á milli land­anna og að við mun­um vinna sam­an á hag­nýt­um grund­velli til að tryggja ör­yggi.“

Seg­ist Bødskov vera mjög ánægður með að þeim hafi gef­ist tæki­færi til að ræða samn­ing­inn og und­ir­rita hann. 

Að sögn Þór­dís­ar Kol­brún­ar er þetta einn af mörg­um sam­starfs­samn­ing­um Íslend­inga. Hún nefn­ir að sam­bæri­leg­ir samn­ing­ar hafi þegar verið gerðir við Svíþjóð og Bret­land. 

„Mark­miðið er að dýpka sam­starfið milli þjóðanna og gera það meira straum­línu­lagað. Við höf­um sam­eig­in­leg­an skiln­ing á því að vinna sam­an og deila því sem við get­um í ör­ygg­is- og varn­ar­til­gangi,“ seg­ir Þór­dís og bæt­ir við að núna hafi verið rétti tím­inn til að klára þenn­an samn­ing, með til­liti til þess sem er að ger­ast í kring­um okk­ur. Vís­ar hún þá til stríðsins í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert