„Neyðarástand í heilbrigðiskerfinu“ pólitísk ákvörðun

Helga Vala fagnaði fyrsta vorinu frá afléttingu allra Covid-takmarkana.
Helga Vala fagnaði fyrsta vorinu frá afléttingu allra Covid-takmarkana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eld­hús­dagsum­ræður á Alþingi hóf­ust rétt í þessu og var Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fyrst þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar í pontu.

„Það er vor og þá fyll­umst við bjart­sýni um framtíðina,“ byrjaði Helga Vala í ræðu sinni.

„Stúd­ent­skoll­arn­ir fara á loft, yngstu börn­in fær­ast upp í grunn­skóla, sum­ar­leyf­in á næsta leiti og síðast en ekki síst er leyfi­legt að hitt­ast, faðmast og hafa gam­an.“

Hún fagnaði fyrsta vor­inu frá aflétt­ingu allra Covid-tak­mark­ana.

„Við erum að læra upp á nýtt að hitta fólk utan kúl­unn­ar og mikið er það skemmti­legt að finna fyr­ir hvert öðru, því þrátt fyr­ir allt þá er lit­róf mann­lífs­ins bara býsna skemmti­legt,“ sagði hún og gantaðist með lit stjórn­mála­flokk­anna:

„Talað er um að hafa græna fing­ur þegar rækta á plönt­ur en ég er ekki frá því að rauðir fing­ur séu best til þess falln­ir að rækta grósku­fullt mann­lífið því þeir taka lit sinn frá hjart­anu.“

Ekki nátt­úru­lög­mál

Því næst gagn­rýndi hún rík­is­stjórn­ina, og þar sér í lagi fjár­málaráðherra, fyr­ir stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins.

„Í upp­hafi síðasta kjör­tíma­bils var kjör­orðið „innviðir“,“ sagði hún og hélt áfram:

„Því miður stönd­um við enn frammi fyr­ir því að marg­ir eru þeir orðnir býsna laskaðir.“

„Heil­brigðis­kerfið okk­ar er van­fjár­magnað og hef­ur verið um langt ára­bil. Nú erum við að missa okk­ar besta starfs­fólk út úr kerf­inu, starfs­fólk sem við höf­um tekið þátt í að mennta, á sama tíma og viðvar­andi mönn­un­ar­vandi er í heil­brigðis­kerf­inu,“ sagði hún og sagði stjórn­völd hafa sýnt „skiln­ings­leysi“.

Geðheil­brigðisúr­ræði væru af skorn­um skammti og hjúkr­un­ar­rými vantaði.

Snert­ir öll heim­ili lands­ins

Helga Vala lagði áherslu á að um póli­tíska ákvörðun væri að ræða.

Þetta ástand snert­ir hvert ein­asta heim­ili í land­inu og hverf­ur ekk­ert á meðan við bregðumst ekki við með veru­lega auknu fjár­fram­lagi, ekki einu sinni, held­ur til næstu ára.

„Virðuleg­ur for­seti – það er ekki nátt­úru­lög­mál að það ríki neyðarástand í heil­brigðis­kerf­inu. Það er pólísk ákvörðun að setja árum sam­an um­tals­vert lægra hlut­fall lands­fram­leiðslu í heil­brigðis­kerfið en frænd­ríki okk­ar á Norður­lönd­um gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert