Aðbúnaður fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og geðræna vanda verður rannsakaður og hefur undirbúningsnefnd sem skipuð var síðasta sumar nú skilað af sér tillögum um hvernig því skal háttað. Þetta segir á vef Stjórnarráðsins.
Meðal tillaga er að sérstök rannsóknarnefnd verði skipuð samkvæmt viðeigandi lögum með styrkar rannsóknarheimildir og sjálfstæði. Meðal nefndarmanna verði fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda.
Rannsóknartímabilinu verður skipt í tvennt: Annars vegar tímabilið frá árunum 1970 til 2011, og hins vegar frá árinu 2011 fram til dagsins í dag.
Þá er þung áhersla lögð á að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir.
Auk þess mun rannsóknin byggja á jafnræði varðandi afmörkun og umfang rannsóknarinnar auk gagnsæis varðandi verklag og niðurstöður.
Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar, sem leitað yrði svara við.
Alþingi mun taka afstöðu til skýrslunnar hvort farið verði eftir tillögum hennar.
Skýrsla nefndarinnar í heild sinni.