Rannsaka aðbúnað fólks með þroskahömlun og geðræna kvilla

Alþingi mun taka afstöðu um tillögur nefndarinnar.
Alþingi mun taka afstöðu um tillögur nefndarinnar. Sigurður Bogi Sævarsson

Aðbúnaður full­orðins fatlaðs fólks með þroska­höml­un og geðræna vanda verður rann­sakaður og hef­ur und­ir­bún­ings­nefnd sem skipuð var síðasta sum­ar nú skilað af sér til­lög­um um hvernig því skal háttað. Þetta seg­ir á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Meðal til­laga er að sér­stök rann­sókn­ar­nefnd verði skipuð sam­kvæmt viðeig­andi lög­um með styrk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir og sjálf­stæði. Meðal nefnd­ar­manna verði fatlað fólk með þroska­höml­un og fólk með geðræn­an vanda.

Tvö tíma­bil sem spanna hálfa öld

Rann­sókn­ar­tíma­bil­inu verður skipt í tvennt: Ann­ars veg­ar tíma­bilið frá ár­un­um 1970 til 2011, og hins veg­ar frá ár­inu 2011 fram til dags­ins í dag.

Þá er þung áhersla lögð á að fólk með þroska­höml­un og fólk með geðræn­an vanda fái full­nægj­andi aðstoð við að koma mál­um sín­um á fram­færi við nefnd­ina og fylgja þeim eft­ir.

Auk þess mun rann­sókn­in byggja á jafn­ræði varðandi af­mörk­un og um­fang rann­sókn­ar­inn­ar auk gagn­sæ­is varðandi verklag og niður­stöður.

Loks eru sett­ar fram mögu­leg­ar rann­sókn­ar­spurn­ing­ar, sem leitað yrði svara við.

Alþingi mun taka af­stöðu til skýrsl­unn­ar hvort farið verði eft­ir til­lög­um henn­ar.

Skýrsla nefnd­ar­inn­ar í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert