Ríkið dæmt til að greiða bætur vegna vændismáls

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Íslenska rík­inu hef­ur verið gert að greiða karl­manni 1,5 millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna um­fangs­mik­ill­ar rann­sókn­ar og þving­un­ar í tengsl­um við meint brot manns­ins. Meint brot tengd­ust meðal ann­ars vændi.

Dóm­ur­inn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í síðustu viku.

Í janú­ar 2019 féllst Héraðsdóm­ur Reykja­ness á að fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um yrði skylt að veita Lög­regl­unni á Suður­nesj­um fjar­skipta­upp­lýs­ing­ar tengd­ar sím­tækj­um og núm­er­um manns­ins, auk heim­ild­ar til eins mánaðar til að hlusta á og hljóðrita sím­töl og skila­boð í tal­hólfi manns­ins.

Heim­ild­in var veitt í tengsl­um við rann­sókn á inn­flutn­ingi á fíkni­efn­um sem til­kynnt hafði verið um að maður­inn stæði fyr­ir.

Hand­tek­inn 2019 en málið fellt niður 2020

Sama ár var maður­inn hand­tek­inn og úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald vegna rann­sókn­ar lög­reglu á meint­um kyn­ferðis- og of­beld­is­brot­um, auk brota tengd­um man­sali og vændi. Í gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði kom fram að brot­in hafi beinst gegn eig­in­konu hans, sem kærði þau.

Maður­inn var meðal ann­ars sett­ur í gæslu­v­arðhald­sein­angr­un. Enn frem­ur var gerð hús­leit á heim­ili for­eldra hans og heim­ili hans og eig­in­kon­unn­ar. Auk þess var lagt hald á farsíma, tölv­ur og ýms­an tölvu­búnað í eigu manns­ins.

Rann­sókn máls­ins var felld niður í júní árið 2020. Gerði maður­inn þá kröfu um greiðslu skaða- og miska­bóta. Fór hann fram á alls 15,1 millj­ón króna í skaða- og miska­bæt­ur frá rík­inu.

Sagt upp störf­um eft­ir að hann losnaði úr haldi

Maður­inn byggði mál sitt á því að hann hefði þurfti að þola óvenju um­fangs­mikl­ar rann­sókn­araðgerðir og þving­un­ar­ráðstaf­an­ir, sem hafi verið um­fram til­efni í ljósi þess að hann hefði verið sam­starfs­fús á meðan rann­sókn stóð.

Auk þess hefði laga­skil­yrði skort til allra þeirra rann­sókn­araðgerða sem hon­um hafi verið gert að þola og þær verið ólög­mæt­ar. Í gögn­um máls­ins væri ekk­ert að finna sem renndi stoðum und­ir sak­ar­efni máls­ins og rétt­lætti rann­sókn­araðgerðirn­ar sem maður­inn hefði sætt, held­ur þvert á móti.

Maður­inn taldi sig hafa orðið fyr­ir tekjutapi og benti á að hon­um hefði verið boðið að koma til baka á vinnustað sinn á skert­um laun­um, en síðar verið sagt upp.

Átti rétt á miska­bót­um

Lögmaður ís­lenska rík­is­ins sagði að rann­sókn­in hefði verið um­fangs­mik­il og að maður­inn hefði sjálf­ur stuðlað að aðgerðunum sem ráðist hefði verið í. Ósannað væri að maður­inn hefði verið rek­inn vegna aðgerða lög­reglu.

Héraðsdóm­ur féllst á að maður­inn ætti rétt á bót­um vegna aðgerða lög­reglu. Ekki var talið að mann­in­um hafi tek­ist að sanna tengsl milli aðgerða lög­reglu og fjár­tjóns vegna at­vinnum­issis og var skaðabóta­kröfu því hafnað.

Ríkið var því dæmt til að greiða mann­in­um 1,5 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert