Skógarnir komu vel undan vetri

Stafafura er mikið ræktuð trjáplanta víðsvegar um landið, ekki síst …
Stafafura er mikið ræktuð trjáplanta víðsvegar um landið, ekki síst í skógræktarreitum. Hún er mjög falleg þegar árssprotarnir eru að þroskast. Morgunblaðið/Jim Smart

Skóg­ar lands­ins komu al­mennt vel und­an vetri, að sögn Þrast­ar Ey­steins­son­ar skóg­rækt­ar­stjóra. Hann seg­ir nála­skemmd­ir, það er nálakal, á furu tals­vert áber­andi á Vest­ur­landi og Norður­landi. Þetta er yf­ir­leitt af­leiðing af saltákomu eft­ir vest­an­storma vetr­ar­ins. Nokkr­ir slík­ir komu í vet­ur. Saltið eyðir vaxhúð nál­anna svo þær verða óvarðar og þorna upp.

„Það er ótrú­legt hvað fur­an nær sér alltaf eft­ir þetta. Hún get­ur verið for­ljót en svo koma nýju sprot­arn­ir út og þá nær hún sér,“ seg­ir Þröst­ur. Stafaf­ur­an sem er aðallega notuð hér og aðrar furu­teg­und­ir líka virðast vera viðkvæm­ari fyr­ir þessu en greni­trén. Hann seg­ir að fleiri hvassviðri virðist vera ein helsta af­leiðing hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar hér á landi.

Eitt­hvað var um snjó­brot en ekki jafn mikið og fyr­ir þrem­ur árum. Ekk­ert kal var að ráði í trjám á liðnu hausti og eng­ar skemmd­ir í vor. „Það voraði óvenju áfalla­lítið og komu eng­in al­var­leg hret eft­ir að það hlýnaði,“ seg­ir Þröst­ur.

Áætlað er að um sex millj­ón­ir trjáplantna verði gróður­sett­ar í sum­ar. Það er einni millj­ón fleira en var í fyrra.

Nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert