Sofnaði sennilega og kona og barn létust

Hjólför eftir bifreiðina má sjá á myndinni og einnig hvar …
Hjólför eftir bifreiðina má sjá á myndinni og einnig hvar bifreiðin hafnaði í sjónum. Ljósmynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa

Um­merki benda til þess að ökumaður bif­reiðar sem var ekið útaf í Skötuf­irði í janú­ar á síðasta ári, með þeim af­leiðing­um að 29 ára kona og eins árs barn lét­ust, hafi verið með skerta at­hygli vegna ofþreytu eða syfju þegar slysið varð. Er senni­legt að hann hafi sofnað og misst stjórn á bif­reiðinni.

Þetta kem­ur fram í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa sem var birt í dag. Þar eru til­drög bana­slyss­ins og aðstæður á vett­vangi gerð skil.

Ökumaður og farþegar voru fjöl­skylda á leið vest­ur frá Kefla­vík­ur­flug­velli og höfðu lagt af stað beint úr ut­an­lands­flugi. Liðinn var um sól­ar­hring­ur frá því að ökumaður vaknaði deg­in­um áður.

Bíll­inn var á leið í átt að Ísaf­irði þegar ökumaður missti stjórn á bif­reiðinni, hún sner­ist, rann út af veg­in­um og valt niður í sjó. 

Gerði til­raun til að beygja inn á veg­inn

Um­merki eft­ir bif­reiðina sýna að ökumaður hafi ekki rétt stýrið af eft­ir mjúka vinstri beygju rétt utan við eyðibýlið Eyri. Var bif­reiðin kom­in yfir á rang­an veg­ar­helm­ing rúm­um 200 metr­um áður en hún hafnaði í sjón­um. 

Snjór og krapi voru á veg­in­um sem var háll og hiti um frost­mark.

Um­merki sýna að ökumaður hafi gert til­raun til að beygja aft­ur inn á veg­inn en við það hafi hann misst stjórn­ina og öku­tækið fór að skríða til og snú­ast. Bif­reiðin rann síðar aft­ur á bak og á hlið út af veg­in­um og niður varn­argarð.

Að sögn öku­manns ók hann á um 80 km/​klst hraða rétt fyr­ir slysið, sem ber sam­an við um­merki á vett­vangi. Bif­reiðin var af gerðinni Hyundai Santa Fe, ný­skráð 2004, og var á hálfs­litn­um negld­um vetr­ar­dekkj­um.

Of­kæl­ing

Í skýrsl­unni seg­ir að rann­sókn­arniður­stöður og kring­um­stæður dauðsfall­anna bendi til þess að dánar­or­sak­ir beggja farþega hafi verið of­kæl­ing en ekki væri hægt að úti­loka drukkn­un.

Til viðbót­ar hafi kon­an verið með um­tals­verða áverka sem gætu hafa haft áhrif en senni­legt er að hún hafi ekki verið í ör­ygg­is­belti. Hún var ásamt barn­inu í aft­ur­sæti bíls­ins. Barnið var í bíl­stól.

Ráðlagt að fara beint í sótt­kví

Slysið átti sér stað á tím­um Covid-19 heims­far­ald­urs­ins og strang­ar sótt­varn­a­regl­ur voru í gildi. Var ferðalöng­um þá ráðlagt að aka beint til heim­il­is síns eða þangað sem fyr­ir­hugað var að dvelja í sótt­kví og stoppa ekki á leiðinni.

Fjöl­skyld­an var bú­sett á Vest­fjörðum og var leiðinni heitið þangað. Um sex tíma akst­ur var frá flug­vell­in­um að heim­ili þeirra en ferðin tók þó lengri tíma sök­um vetr­ar­færðar.

Full­orðnu ein­stak­ling­arn­ir höfðu skipst á að keyra en ökumaður­inn sem var und­ir stýri þegar slysið átti sér stað sagðist hafa blundað í flug­vél­inni og á leiðinni vest­ur þegar hann var í farþega­sæt­inu. 

Langt í sjúkra­bíl og björg­un­ar­fólk

Flug­vél­in lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli nokkru eft­ir miðnætti en slysið varð um klukk­an 10:40, eða um átta klukku­stund­um eft­ir að fjöl­skyld­an ók af stað frá flug­vell­in­um.

Fyrstu veg­far­end­ur komu á vett­vang aðeins nokkr­um mín­út­um eft­ir slysið og leið stutt­ur tími áður en sam­band var haft við Neyðarlín­una og björg­un­araðgerðir hóf­ust. 

Það tók þó nokkra stund að koma öku­manni og farþegum í land og und­ir lækn­is­hend­ur vegna staðsetn­ing­ar slyss­ins þar sem langt var í sjúkra­bíla, björg­un­ar­fólk og björg­un­arþyrlu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert