Allt íslenskir karlmenn sem voru handteknir

Lögreglan greindi frá málunum tveim á blaðamannafundi í dag.
Lögreglan greindi frá málunum tveim á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir aðilar sem hand­tekn­ir voru í aðgerðum lög­reglu vegna fíkni­efna­mál­anna tveggja sem lög­regl­an greindi frá fyrr í dag voru all­ir ís­lensk­ir karl­menn og voru þeir flest­ir á fimm­tugs­aldri. Þó er ald­urs­bilið held­ur vítt.

Þetta seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is að lokn­um blaðamanna­fundi fyrr í dag.

Lög­regl­an lagði hald á fíkni­efni og efni til fram­leiðslu á fíkni­efn­um að and­virði 1,7 millj­arða króna í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn á skipu­lagðri brot­a­starf­semi hér á landi sem staðið hef­ur yfir síðustu mánuði.

Um er að ræða mesta magn fíkni­efna sem lagt hef­ur verið hald á í tengsl­um við eina rann­sókn sem er sam­starfs­verk­efni nokk­urra embætta. Tíu manns voru hand­tekn­ir í hvoru máli.

Grímur segir magnið að vissu leyti hafa komið á óvart.
Grím­ur seg­ir magnið að vissu leyti hafa komið á óvart. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Magnið hafi komið á óvart

Nú lögðuð þið hönd á sögu­legt magn fíkni­efna í þess­um aðgerðum. Kom þetta magn ykk­ur á óvart?

„Já það kom að vissu leyti á óvart. Maður get­ur velt því fyr­ir sér af hverju það liggi svona mikið magn ónotað en síðan er það kannski ekk­ert skrítið vegna þess að starf­sem­in sé bara orðin þannig að fram­leitt sé eft­ir því sem þarf,“ seg­ir Grím­ur.

Er fíkni­efna­notk­un hér á landi þá jafn­framt að aukast?

„Ég held að notk­un fíkni­efna stígi tölu­vert frá ári til árs. Það er ríkt í okk­ur að gera ekki grein­ar­mun á not­end­um en það er mik­ill mun­ur á not­end­um fíkni­efna. Það er til eitt­hvað sem hægt er að kalla helgar­not­anda (e. recreati­onal user) og svo er kannski fólk sem er sjúk­ling­ar.

Þetta er auðvitað ekki sami hóp­ur­inn en markaður­inn er svona víður. Það get­ur verið fólk sem er langt leitt ann­ars veg­ar og svo fólk sem að not­ar þetta í til­gangi til að skemmta sér,“ seg­ir Grím­ur.

Lögreglan lagði hald á gífurlegt magn fíkniefna.
Lög­regl­an lagði hald á gíf­ur­legt magn fíkni­efna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Rann­saka dreif­ing­una

Varðandi þessu tvö mál, hafið þið skoðað hvernig þess­ir aðilar hafa verið að dreifa sín­um efn­um?

„Það er til skoðunar hvernig dreif­ing­in fer fram. Það kann að vera verk­skipt aðild, það er ein­hver sem að flyt­ur inn, ein­hver sem fram­leiðir og ein­hver sem sel­ur. Þetta er að ein­hverju leyti birt­ing­ar­mynd skipu­lagðrar brot­a­starf­semi, það vita ekki all­ir af öll­um þó þeir teng­ist í starf­sem­inni,“ seg­ir Grím­ur.

Þá nefn­ir hann að for­rit­in Face­book og Tel­egram hafi verið notuð við sölu fíkni­efna hér á landi, þar sé sal­an til­tölu­lega lítið fal­in og geti nán­ast hver sem er keypt sér fíkni­efna­skammt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert