Fyrstu tilfelli af apabólu greind á Íslandi

Sýnin verða send til útlanda til staðfestingar.
Sýnin verða send til útlanda til staðfestingar.

All­ar lík­ur eru á því að fyrstu til­felli af apa­bólu hafi greinst hér á landi. Í gær greind­ust tveir karl­menn á miðjum aldri með apa­bólu á fyrsta prófi. Sýni verða send til út­landa eins fljótt og verða má, til að staðfesta grein­ing­una. Þetta kem­ur fram á vef Embætt­is land­lækn­is.

Yf­ir­gnæf­andi lík­ur eru á að grein­ing­in sé rétt en smit­in má rekja til ferðalags til Evr­ópu. Hvor­ug­ur mann­anna er al­var­lega veik­ur. 

„Eins og kom fram í frétta­til­kynn­ing­um sótt­varna­lækn­is 20. og 23. maí síðastliðinn, þá er apa­bóla ekki bráðsmit­andi veiru­sjúk­dóm­ur. Hún smit­ast aðallega við nána og langvar­andi snert­ingu eins og kyn­mök en einnig með drop­um frá önd­un­ar­vegi. Þá get­ur smit borist með fatnaði, hand­klæðum og rúm­föt­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef land­lækn­is.

Fólk hvatt til að fara í ein­angr­un

Þar er jafn­framt tekið fram að þrjár vik­ur geti liðið þar til sýkt­ur ein­stak­ling­ur hætt­ir að smita en smit­hætt­an er yf­ir­staðin þegar síðasta blaðra á húð er gró­in. Á meðan viðkom­andi er smit­andi, þá þarf hann að vera í ein­angr­un. Ein­stak­ling­ar sem út­sett­ir eru fyr­ir smiti þurfa að vera í smit­gát í allt að þrjár vik­ur.

„All­ir sem fá ból­ur eða blöðrur á húð, sér­stak­lega á kyn­fær­um eða svæði aðlæg kyn­fær­um, eru hvatt­ir til að fara í ein­angr­un og hafa sam­band sím­leiðis við húð- og kyn­sjúk­dóma­deild, göngu­deild smit­sjúk­dóma á Land­spít­ala eða heilsu­gæsl­una til að fá nán­ari ráðlegg­ing­ar um grein­ingu og meðferð. Enn og aft­ur er fólk hvatt til að forðast náið sam­neyti við ókunn­uga, þ.m.t. kyn­mök, sér­stak­lega á ferðum sín­um er­lend­is.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert