Hefja hátækniþörungarækt á Akranesi

Hópurinn á bakvið Running Tide, sem ætlar að hefja starfsemi …
Hópurinn á bakvið Running Tide, sem ætlar að hefja starfsemi á Akranesi. Ljósmynd/Akranesbær

Banda­ríska loft­lags­fyr­ir­tækið Runn­ing Tide mun hefja starf­semi á Akra­nesi í sum­ar þar sem það mun nýta þá þekk­ingu sem það hef­ur aflað sér í há­tækniþör­unga­rækt og byggja upp starf­semi sína á því sviði. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Akra­nes­bæ.

Fyr­ir­tækið mun leigja hús­næði und­ir aðstöðu fyr­ir rann­sókn­ir og fram­leiðslu á þör­ung­um til kol­efn­is­bind­ing­ar í hafi á Akra­nesi og var samn­ing­ur þess efn­is und­ir­ritaður í dag. Verður einnig horft til þess að vera með starf­semi á Grund­ar­tanga.

Runn­ing Tide er ný­stár­legt fyr­ir­tæki sem þróar og nýt­ir tækni og aðferðir sem örva nátt­úru­leg ferli sjáv­ar­ins í að grípa, binda, og geyma kol­efni til langs tíma.

Hluti lausn­ar­inn­ar sem Runn­ing Tide vinn­ur að bygg­ist á að rækta stórþör­unga sem binda kol­efni í stór­um stíl á sér­hönnuðum bauj­um á hafi úti en þör­ung­arn­ir og bauj­urn­ar vinna einnig gegn súrn­un sjáv­ar. Lausn­ir fyr­ir­tæk­is­ins á sviði kol­efn­is­bind­ing­ar bæta þannig líf­ríki hafs­ins og skila ávinn­ingn­um til sjáv­ar­plássa og vist­kerfa heims­ins. Þróun og fram­leiðsla á þör­ung­un­um sjálf­um verður staðsett á Akra­nesi og for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins telja að Ísland hafi alla burði til að verða miðstöð kol­efn­is­bind­ing­ar í heim­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert