Jón Ársæll fær að áfrýja til Hæstaréttar

Jón Ársæll Þórðarson vann þættina Paradísarheimt fyrir Ríkissjónvarpið.
Jón Ársæll Þórðarson vann þættina Paradísarheimt fyrir Ríkissjónvarpið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Um­sókn sjón­varps­manns­ins Jóns Ársæls Þórðar­son­ar um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar hef­ur verið tek­in til greina. Talið er að dóm­ur­inn geti haft for­dæm­is­gildi um atriði sem leyf­is­beiðnin er reist á.

Í apríl var Jón Ársæll dæmd­ur í Lands­rétti til að greiða konu 800.000 krón­ur í miska­bæt­ur vegna birt­ing­ar sjón­varpsþátt­ar í þáttaröðinni Para­dís­ar­heimt sem hann var ann­ar fram­leiðanda að. Ágrein­ing­ur­inn laut meðal ann­ars að  því hvort að kon­an, sem rætt var við í þátt­un­um, hefði gefið skýrt og ótví­rætt samþykki fyr­ir birt­ingu viðtala við sig.

Lands­rétt­ur vísaði til þess að veru­leg­ur hluti þeirra upp­lýs­inga sem komu fram í þætt­in­um teld­ust til viðkvæmra per­sónu­upp­lýs­inga.

Í leyf­is­beiðninni byggði Jón Ársæll meðal ann­ars á því að ekki hefði farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra, friðhelgi einka­lífs eða tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðlamanna.

Héraðsdóm­ur sýknaði hins veg­ar í mál­inu og taldi að kon­an hefði verið meðvituð um til­gang viðtal­anna og mætt í þau sjálf­vilj­ug. Ljóst hefði verið að til­gang­ur­inn væri að birta viðtöl­in í Para­dís­ar­heimt, enda vand­séð að til­gang­ur­inn með því að taka upp viðtöl­in hefði getað verið ann­ar.

Í öðru dóms­máli, sem varðaði einnig Para­dís­ar­heimt, var Jón Ársæll ásamt Rík­is­út­varp­inu dæmd­ur til að greiða Gyðu Dröfn Grét­ars­dótt­ur eina millj­ón króna með vöxt­um. Gyða hafði stefnt þeim fyr­ir að birta viðtal við hana án henn­ar samþykk­is í ein­um þætti í Para­dís­ar­heimt þar sem hún var viðmæl­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert