Mikilvægast að jafna starfsskilyrði

Landbúnaðurinn býr ekki við eðlileg starfsskilyrði, miðað við Evrópulönd, að …
Landbúnaðurinn býr ekki við eðlileg starfsskilyrði, miðað við Evrópulönd, að mati nýstofnaðra samtaka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Grein­ing­ar­vinna nokk­urra fyr­ir­tækja í land­búnaði hef­ur leitt það í ljós að ís­lensk­ir bænd­ur og fyr­ir­tæki í land­búnaði búa við lak­ari starfs­skil­yrði en starfs­systkin þeirraí öll­um öðrum lönd­um Evr­ópu. Mik­il­væg­asta verk­efni sam­tak­anna í upp­hafi er að jafna þessi starfs­skil­yrði. Þá er ekki átt við þann bráðavanda sem nú er uppi í land­búnaði, hann kem­ur ofan á. Það er til dæm­is að nálg­ast úr­slita­stund í ein­staka grein­um, eins og í fram­leiðslu naut­gripa­kjöts og sauðfjár­rækt,“ seg­ir Sig­ur­jón R. Rafns­son, aðstoðar­kaup­fé­lags­stjóri KS og formaður ný­stofnaðra Sam­taka fyr­ir­tækja í land­búnaði, SAFL.

Reiknað er með að sam­tök­in muni heyra und­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, líkt og aðrar at­vinnu­grein­ar, sjáv­ar­út­veg­ur, ferðaþjón­usta og iðnaður.

„Land­búnaður­inn er mik­il­væg at­vinnu­grein, einn af grunn­atvinnu­veg­um lands­ins. Bein aðild er liður í því að umræða um land­búnaðinn sé á því plani sem hann á skilið,“ seg­ir Sig­ur­jón.

Á þriðja tug fyr­ir­tækja eru í sam­tök­un­um. Mörg þeirra hafa tekið þátt í SA í gegn­um Sam­tök iðnaðar­ins. Auk hefðbund­inna afurðasölu­fyr­ir­tækja bænda eiga ýmis einka­fyr­ir­tæki aðild að sam­tök­un­um, til dæm­is fram­leiðend­ur svína- og kjúk­linga­kjöts, Sölu­fé­lag garðyrkju­manna og fóður­fyr­ir­tæki. Fram­kvæmda­stjóri SAFL er Mar­grét Gísla­dótt­ir, sem áður starfaði í mörg ár hjá Lands­sam­bandi kúa­bænda og Bænda­sam­tök­um Íslands.

Ísland rek­ur lest­ina

Sig­ur­jón tel­ur að fólk haldi al­mennt að bú­vör­ur séu greidd­ar meira niður hér af stjórn­völd­um en vör­ur í öðrum lönd­um Evr­ópu. „Því er þver­öfugt farið því það hall­ar veru­lega á ís­lenska bænd­ur og fyr­ir­tæki í land­búnaði í sam­an­b­urði við önn­ur Evr­ópu­lönd,“ seg­ir Sig­ur­jón og nefn­ir víðtæk­ar und­anþágur frá sam­keppn­is­lög­um sem ger­ir fyr­ir­tækj­um er­lend­is auðveld­ara um vikað sam­ein­ast og hagræða. Aðlög­un reglu­gerða að aðstæðum hvers rík­is hafi ekki verið nógu góð hér. Þá fái bænd­ur minni bein­an stuðning sem tengd­ur er fram­leiðslu, toll­vernd og tolla­eft­ir­liti en bænd­ur í ná­granna­lönd­um og sama gildi um stuðning sem teng­ist ekki fram­leiðslu.

„Óhætt er að full­yrða að Ísland rek­ur lest­ina þegar kem­ur að því að skapa land­búnaðinum sam­bæri­leg starfs­skil­yrði og í þeim lönd­um sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við.“ Hann bend­ir einnig á að reiknaður stuðning­ur, eins og toll­vernd, hafi dreg­ist mjög sam­an á síðustu árum vegna óhag­stæðra samn­inga við önn­ur ríki.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert