Sér ekki skýra sýn í meirihlutasáttmála

Sanna segir vanta sýn sem tekur á grunnþörfum borgarbúanna í …
Sanna segir vanta sýn sem tekur á grunnþörfum borgarbúanna í meirihlutasáttmála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, formaður borg­ar­stjórn­ar­flokks Sósí­al­ista, seg­ir enga skýra hug­mynda­fræði koma fram í meiri­hluta­sátt­mála nýrr­ar borg­ar­stjórn­ar, um hvernig mæta megi grunnþörf­um þeirra sem hafa það verst.

„Það er einu sinni minnst á fá­tækt í sátt­mál­an­um,“ seg­ir hún og tel­ur ljóst að borg­ar­stjórn­in verði á miðjunni.

„Þannig það er þeirra stefna eins og við sósí­al­ist­ar sjá­um þetta hér í borg­inni. Að það verði haldið áfram á sömu braut og ekki tek­in stétta­grein­ing. Það er ekki verið að greina stöðuna og fara djúpt á mál­in eins og ég sé þetta. Það er ekki verið að leita grunnþarfa til þeirra sem hafa það verst og ég sé ekki ein­hverja skýra hug­mynda­fræði þarna,“ seg­ir hún. 

Gagn­rýna sinnu­leysi í hús­næðismál­um

Í álykt­un Sósí­al­ista­flokks­ins um meiri­hluta­sátt­mál­ann seg­ir:

„Vel­ferð íbúa er eitt aðal hlut­verk sveit­ar­fé­laga. Stétta­skipt­ing fer vax­andi í okk­ar sam­fé­lagi þar sem fá­tækt er blá­köld staðreynd. Það er orðið ill­mögu­legt fyr­ir fólk að koma sér upp þaki yfir höfuðið þar sem ein­stak­lings­hyggj­an ræður för og mottóið er að hver sé sinn­ar gæfu smiður. Það er litið fram­hjá þeim sam­fé­lags­legu þátt­um sem viðhalda ójöfnuði.“

Í kjöl­farið seg­ir að hús­næðiskrís­an verði ekki leyst með því að leyfa eigna­fólki og fjár­magnseig­end­um að halda áfram að sanka að sér hús­næði og bygg­ing­ar­lóðum. Þar að auki sé meiri­hluta­sátt­mál­inn áfram­hald þess sem hingað til hef­ur ekki virkað og skyld­um sveit­ar­fé­lags­ins sé ekki sinnt í hús­næðis- og vel­ferðar­mál­um.

Borgarstjórnarflokkur Sósíalista.
Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Sósí­al­ista. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert