Tímabundin áhrif á fíkniefnamarkaðinn

Líklegt er að nýir aðilar fylli í skarðið.
Líklegt er að nýir aðilar fylli í skarðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í ljósi reynsl­unn­ar er­lend­is er lík­legt að hald­lagn­ing lög­regl­unn­ar á fíkni­efn­um að and­virði 1,7 millj­arða og hand­tök­ur í kjöl­farið, muni hafa tíma­bund­in áhrif á fíkni­efna­markaðinn. Þetta seg­ir Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræðing­ur. Á sama tíma er um að ræða ákveðinn hval­reka fyr­ir ís­lensk lög­reglu­yf­ir­völd.

Lög­regl­an hef­ur aldrei lagt hald á jafn­mikið fíkni­efna og í fíkni­efn­a­rann­sókn sem hef­ur staðið yfir síðastliðna mánuði. Helgi seg­ir lík­legt að nýir aðilar muni ryðja sér rúms á markaðnum eft­ir þess­ar aðgerðir þótt ein­hver þurrð gæti orðið fyrst um sinn.

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.
Helgi Gunn­laugs­son, af­brota­fræðing­ur. mbl.is

Net sem er búið að vera til lengi

„Ef við skoðum Ísland á síðastliðnum árum markaðinn og verðlag þá hafa svona stór­ar hald­lagn­ing­ar og hand­tök­ur ekki haft nein mik­il áhrif á markaðinn. Það get­ur verið í mesta lagi tíma­bundið en þetta jafn­ar sig mjög fljótt. En nú velt­ur maður fyr­ir sér þar sem þetta er um­fangs­mikið og marg­ir aðilar,“ seg­ir hann en þá gæti þurrðin staðið yfir leng­ur en ella.

„Enda er þetta stór markaður og það er eft­ir­spurn. Menn sjá auðvitað hagnað og eru fljót­ir að finna hann og kom­ast í þetta,“ seg­ir hann. Þeir sem hafa verið hand­tekn­ir í mál­inu eru ís­lensk­ir karl­menn.

„Auðvitað sýn­ir þetta okk­ur að þessi brot­a­starf­semi er mjög skipu­lögð. Þetta er ekki eitt­hvað sem er að byrja í dag eða fyrra, þetta er net sem er búið að vera til mjög lengi,“ seg­ir Helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert