Staðfesta öryggisvistun í Bræðraborgarstígsmáli

Staðfestur hefur verið sá dómur að Marek Moszcynski skuli sæta …
Staðfestur hefur verið sá dómur að Marek Moszcynski skuli sæta öryggisgæsla á viðeigandi stofnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að Marek Moszcynski skuli sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Marek var ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð að Bræðraborgarstíg 1 með þeim afleiðingum að þrír létust.

Marek var jafnframt ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa skömmu eftir íkveikjuna slegið tvo lögreglumenn með gúmmímottu fyrir utan rússneska sendiráðið.

Frá brunanum við Bræðraborgarstíg.
Frá brunanum við Bræðraborgarstíg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ófær um að stjórna gjörðum sínum

Í héraðsdómi var hann sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins fyrir að hafa kveikt í húsinu. Hann var dæmdur ósakhæfur í héraði, en var þó sakfelldur fyrir allar ákærur nema fyrir manndrápstilraun gegn þeim einstaklingum sem voru staddir í viðbyggingu hússins.

Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að sannað væri að Marek hefði framið þau brot sem ákært var fyrir. Í dóminum kom einnig fram að vegna geðræns ástands síns hefði ákærði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hann kveikti í húsinu þann 25. júní 2020.

Marek var einnig dæmdur í Landsrétti til að greiða miskabætur til brotaþola.

Hér má lesa dóm Landsréttar í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert