Andlát: Jóhannes Sigurjónsson

Jóhannes Sigurjónsson
Jóhannes Sigurjónsson Ljósmynd/Aðsend

Jó­hann­es Sig­ur­jóns­son, blaðamaður og út­gef­andi á Húsa­vík, lést á Land­spít­ala sl. fimmtu­dag, 68 ára að aldri.

Jó­hann­es fædd­ist í Bol­ung­ar­vík 16. fe­brú­ar 1954. For­eldr­ar hans voru Her­dís Sal­björg Guðmunds­dótt­ir hús­móðir og Sig­ur­jón Jó­hann­es­son skóla­stjóri.

Jó­hann­es lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Tjörn­ina 1974 og stundaði nám við Há­skóla Íslands í ensku og ís­lensku.

Hann var kenn­ari við Gagn­fræðaskóla Húsa­vík­ur 1982 og rit­stjóri Vík­ur­blaðsins á Húsa­vík frá 1979 til 1996. Hann var blaðamaður hjá Degi 1997 til 2001 og DV 2001 en frá 2002 til 2020 var hann rit­stjóri blaðsins Skarps á Húsa­vík.

Jó­hann­es sat meðal ann­ars í stjórn knatt­spyrnu­deild­ar Völsungs og Sam­taka bæj­ar- og héraðsfrétta­blaða. Hann sendi frá sér ljóðabók­ina Æpt var­lega, þrjú bindi af Sönn­um þing­eysk­um lyga­sög­um, samdi leikþætti og texta á hljóm­plöt­um og skrifaði viðtöl og grein­ar í bók­um og tíma­rit­um.

Eig­in­kona Jó­hann­es­ar var Sig­ríður Krist­ín Þór­halls­dótt­ir, þau skildu. Börn þeirra eru Þór­dís og Sig­ur­jón. Stjúp­börn Jó­hann­es­ar eru Kristján Gunn­ar, Arn­ar og Guðrún Sig­ríður Þor­varðarbörn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert