Arnar Grant ætlar að bera vitni í máli Vítalíu

Arnar Grant.
Arnar Grant. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Grant ætlar að bera vitni í máli Vítalíu, fari það fyrir dómstóla. Arnar staðfestir þetta í samtali við mbl.is en Vítalía hefur kært þá Ara Edwald, Þórð Má Jóhannesson og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. Vísir greindi fyrst frá.

Sagðist hann ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Að sögn Arnars er málið enn á borði lögreglu.

Vítalía Lazareva steig fram í byrjun árs og sagði frá ofbeldissambandi við kvæntan mann í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Lýsti hún því hvernig hópur manna hefði brotið kynferðislega á henni í sumarbústað í október árið 2020. Á þeim tíma átti hún í ástarsambandi með Arnari Grant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert