Í miðjum heimsfaraldri fuglaflensu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Brynja Hjálms­dótt­ir vakti tals­verða at­hygli fyr­ir fyrstu ljóðabók sína, Ok­frumuna, sem kom út fyr­ir þrem­ur árum. Fyr­ir hana hlaut Brynja til­nefn­ingu til Fjöru­verðlaun­anna og Rauðu hrafns­fjaðrar­inn­ar, auk þess sem hún var val­in ljóðabók árs­ins af starfs­fólki bóka­búða. Næsta ljóðabók Brynju bar Kona lít­ur við, kom út á síðasta ári og var meðal ann­ars til­nefnd til ljóðaverðlauna Maí­stjörn­unn­ar. Brynja hlaut einnig Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2022 fyr­ir ljóðið Þegar dag­ar aldrei dag­ar aldrei.

    Í vik­unni kom svo bók­in Ókyrrð, gam­an­leik­ur sem ger­ist í flug­vél á tím­um heims­far­ald­urs og hverf­ist um fjór­ar per­són­ur sem all­ar stefna í ólík­ar átt­ir. Kem­ur kannski ekki á óvart að skáld skrifi um at­b­urði í heims­far­aldri, en svo vill til að Brynja skrifaði leik­ritið fyr­ir fimm árum, svo henn­ar nýj­asta verk, er í senn henn­ar elsta verk.

    Ókyrrð er gef­inn út í tak­mörkuðu upp­lagi, aðeins í 300 núm­eruðum og árituðum ein­tök­um og verður ekki end­ur­prentað, að því kem­ur fram á vef­setri út­gáf­unn­ar. Brynja seg­ir að út­gef­andi henn­ar hafi stungið upp á því að gefa leik­ritið út, hafði vitað af því að hún ætti það niðri í skúffu, en það varð til sem loka­verk­efni í rit­list­ar­námi.

    „Ég hélt bara að ég gæti skrifað leik­rit og það yrði bara strax sett upp, en það gerðist nátt­úr­lega ekki,“ seg­ir Brynja, kím­ir og bæt­ir við að hún hafi verið æðru­laus gagn­vart verk­inu því það sé eng­in skylda að birta loka­verk­efni í skóla. „Ég var því líka búin að kveðja það smá, en finnst skemmti­legt að það komi aft­ur upp á yf­ir­borðið.“

    Eins og getið er ger­ist leik­ritið í miðjum heims­far­aldri, „meðan all­ur heim­ur­inn er veik­ur heima með fuglaflens­una“, eins og Svan­hild­ur seg­ir við Svan­hvíti dótt­ur sína snemma í verk­inu. Brynja seg­ist ekki vera spá­kona, og í raun hafi fuglaflensu­far­ald­ur bara verið leið til að út­skýra það að það eru bara tveir farþegar í flug­vél­inni, og svo flug­stjóri og -þerna — „þetta var mín til­raun til að gera absúr­d­leik­rit“.

    Brynja seg­ist vera með fleiri hug­mynd­ir að leik­rit­um þó hún sjái ekki fyr­ir sér hvenær þær fai að kom­ast á blað. „Mér finnst rosa­lega skemmti­legt að skrifa leiktexta og finnst það að skrifa leiktexta standa nær því að skrifa ljóð en að skrifa frá­sagnar­prósa. Hvert augna­blik og hver lína verða að vera hlaðin, dá­lítið eins og ljóði, og maðru þarf að alltaf að kjarna rosa­lega mikið, eins og fræg lína Tsjekovs, eig­in­kona er eig­in­kona. Þegar maður er bú­inn að skrifa og skrifa og skrifa þá stend­ur kannski bare eitt­hvað svona ein­falt og þrungið eft­ir. Þetta er skemmti­leg vinna og ég væri al­veg til í að gera meira af henni.“

    Brynja seg­ir frá verk­inu og rit­höf­und­ar­ferli sín­um í viðtalsþætt­in­um Dag­mál­um í dag.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert