Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að það sé á dagskrá heilbrigðisráðuneytisins að hefja kjaraviðræður við heilbrigðisstarfsfólk.
Að sögn Willlums verður fljótlega farið í kjarasamningsviðræður við heilbrigðisstarfsfólk. „Já auðvitað er ekki langt í það,“ segir Willum spurður hvenær megi búast við að kjaraviðræður hefjist.
Að mati Willums er þetta mikilvægur liður í því að bregðast við manneklu vanda á bráðamóttökunni og víðar en hann hefur lýst því yfir að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni.