Send með einkavél til að troða upp á kvöldvökunni

Bríet komst á svið og stóð sig eins og rokkstjarna …
Bríet komst á svið og stóð sig eins og rokkstjarna að sögn mótstjóra. Ljósmynd/TM-Mótið

Loka­dag­ur TM-Móts­ins er í Vest­manna­eyj­um í dag en ung­ar knatt­spyrnu­kon­ur hafa leikið þar list­ir sín­ar í frá­bæru veðri síðustu daga. Úrslita­leik­ur­inn fer fram klukk­an fimm á eft­ir en landsliðin mættu pressuliðunum í gær­kvöldi. Mót­stjór­inn seg­ir aug­ljóst að marg­ar framtíðar landsliðskon­ur hafi verið á mót­inu.

„Það er bara búið að vera geggjað að horfa á stelp­urn­ar og sjá fram­far­irn­ar alltaf ár frá ári og hvað kvenna­fót­bolt­inn er að taka mikl­um breyt­ing­um á Íslandi,“ seg­ir Sig­ríður Inga Krist­manns­dótt­ir, mót­stjóri. 

„Stelp­urn­ar eru al­veg að fíla sig í botn á fót­bolta­vell­in­um og svo er líka búið að vera mjög gam­an á dag­skrárliðum utan keppn­is­leikja.“

Minni höfuðverk­ur að skipu­leggja mótið

Eins og svo marg­ir stórviðburðir sem fara fram í ár var skipu­lagn­ing TM-Móts­ins mun auðveld­ari miðað við árið 2021 þegar sam­komutak­mark­an­ir voru við lýði.

Að sögn Sig­ríðar Ingu var afar ánægju­legt að geta loks haldið mótið án þess að þurfa að tak­marka aðkomu for­eldra og hólfa­skipta leik­mönn­um. „Þetta var bara því­lík­ur mun­ur að þurfa ekki að vera að standa í því.“

Þá seg­ir Sig­ríður mótið hafa gengið því­líkt vel fyr­ir sig en ekki mátti þó tæp­ara standa með kvöld­vök­una sem var hald­in í gær. 

Kvöld­vak­an tæp

Tón­list­ar­kon­an Bríet tróð þar upp en litlu mátti muna að hún kæm­ist ekki sök­um ít­rekaðra tafa á flugi henn­ar til Íslands en hún var stödd er­lend­is. Var lengi út­lit fyr­ir að hún kæm­ist ekki.

Eft­ir að hafa loks kom­ist til lands­ins í gær var hún send með einka­flug­vél frá Reykja­vík­ur­flug­velli til Vest­manna­eyja og var hún mætt á slag­inu átta, á sama tíma og kvöld­vak­an átti að byrja. „Henni var brunað af flug­vell­in­um og beint upp á svið.“ 

„Hún var bara eins og rokk­stjarna,“ seg­ir Sig­ríður Inga þegar hún lýs­ir frammistöðu Bríet­ar á sviðinu. Seg­ir hún ungu knatt­spyrnu­kon­urn­ar hafa verið með stjörn­ur í aug­un­um þegar þær fylgd­ust með flutn­ingi henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert